Andri Bjarnason

andri
Ég lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2007, cand.psych prófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2012 og hlaut starfsleyfi landlæknis sama ár.

Ég starfaði sem sálfræðingur á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða um fjögurra ára skeið og veitti sálfræðimeðferð þeim fjölbreytta hópi sem þangað sækir þjónustu. Samhliða því var ég verkefnisstjóri Karlasmiðju — endurhæfingarúrræðis Reykjavíkurborgar fyrir langtíma atvinnulausa karlmenn.

Áður starfaði ég við sálfræðikennslu í Menntaskólanum við Sund og stýrði starfi með hóp félagslega einangraðra barna og unglinga í Reykjavík og Garðabæ.

Ég býð upp á þunglyndis- og kvíðameðferð, sjálfsstyrkingu, úrvinnslu áfalla, meðvirknisvinnu, para/hjónavinnu ásamt allri almennri sálfræðimeðferð. Minn helsti skjólstæðingahópur er fullorðið fólk (18 ára og eldra), en þó vinn ég einnig oft með unglingum og börnum.

Fagleg nálgun mín byggir á grunni hugrænnar atferlismeðferðar. Þá er sjónarhorn jákvæðrar sálfræði jafnan skammt undan í þeirri meðferð sem ég býð upp á, en í því felst sú afstaða að gagnlegt sé að skoða styrkleika, vellíðan og heilbrigði fólks þegar feta skal veginn til betra lífs.

Bókun viðtalstíma fer fram í síma 789-7155 en einnig má senda fyrirspurnir á tölvupóstfangið andri (hjá) hafsal.is

Haf sálgæsla & sálfræðisþjónusta